Herferðin
Saman
Coca-Cola hefur verið stoltur styrktaraðili íslenskrar knattspyrnu í rúm 30 ár. Margt vatn hefur runnið til sjávar á því tímabili en núna er gengið í garð mesta blómaskeið íslenskrar knattspyrnusögu og framundan er stærsta stund hennar frá upphafi; úrslitakeppni HM (FIFA World Cup 2018) í Rússlandi þar sem Ísland tekur þátt í fyrsta sinn.
Eftir að farseðillinn til Rússlands var tryggður þá var ljóst að Coca-Cola myndi gera eitthvað magnað. Hugmynd kviknaði, skipulagning hófst og að endingu var arkað af stað í framleiðslu á einni stærstu og viðamestu auglýsingaherferð sem gerð hefur verið hér á landi. Leikstjórn er í öruggum höndum landsliðsmarkvarðarins, Hannesar Þórs Halldórssonar og skilaboð herferðarinnar eru skýr; Það eru ekki bara þeir 11 leikmenn sem eru á vellinum sem eru að spila á HM. Við erum öll að spila á HM, SAMAN.
Áfram Ísland