Njótum saman með Coke Iceland National Team
Skoða herferð

Herferðin

Saman

Coca-Cola hefur verið stoltur styrktaraðili íslenskrar knattspyrnu í rúm 30 ár. Margt vatn hefur runnið til sjávar á því tímabili en núna er gengið í garð mesta blómaskeið íslenskrar knattspyrnusögu og framundan er stærsta stund hennar frá upphafi; úrslitakeppni HM (FIFA World Cup 2018) í Rússlandi þar sem Ísland tekur þátt í fyrsta sinn.

 

Eftir að farseðillinn til Rússlands var tryggður þá var ljóst að Coca-Cola myndi gera eitthvað magnað. Hugmynd kviknaði, skipulagning hófst og að endingu var arkað af stað í framleiðslu á einni stærstu og viðamestu auglýsingaherferð sem gerð hefur verið hér á landi. Leikstjórn er í öruggum höndum landsliðsmarkvarðarins, Hannesar Þórs Halldórssonar og skilaboð herferðarinnar eru skýr; Það eru ekki bara þeir 11 leikmenn sem eru á vellinum sem eru að spila á HM. Við erum öll að spila á HM, SAMAN.

 

Áfram Ísland

Leikstjórinn

Hannes Þór Halldórsson

Það vita það ekki allir en Hannes Þór Halldórsson er ekki aðeins frábær markvörður – hann er jafnframt einn af landsins fremstu auglýsingaleikstjórum. Kvikmyndagerðarferillinn var settur tímabundið á ís þegar hann gerðist atvinnuknattspyrnumaður, en þegar Coca-Cola hafði samband og óskaði eftir kröftum hans í þetta verkefni þá stóð ekki á svörum. 7 mánuðum, 13 tökudögum og óteljandi vinnustundum síðar er glæsileg herferð fædd sem við erum gríðarlega stolt af.

 

Eftir því sem best er vitað þá er Hannes eini knattspyrnumaðurinn í sögu HM sem hefur leikstýrt auglýsingu í aðdraganda keppni sem hann keppir sjálfur á.

 

#TakkHannes

COCA-COLA OG ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ

SAMAN Í 30 ÁR

Í rúm 30 ár, í gegnum þunnt, þétt, súrt og sætt, hefur Coca-Cola átt í öflugu samstarfi KSÍ (Knattspyrnusambands Íslands) og knattspyrnuhreyfinguna á íslandi. Á þessum tíma hefur íslensk knattspyrna blómstrað og vakið heimsathygli. Fjölmargir Íslendingar starfa sem atvinnuknattspyrnumenn víðsvegar um heiminn og landslið Íslands af öllum stigum njóta umtalsverðrar velgengni.

 

Coca-Cola er stoltur styrktaraðili íslenskrar knattspyrnu og stefnir að því að halda því áfram um ókomin ár.

Leikdagar Íslands á HM 2018

ArgentínaArgentína 1

ÍslandÍsland 1

LeikvangurSpartak Stadium, Moskvu

DagsetningLaugardagur 16.Júní

Tími13:00

NígeríaNígería 2

ÍslandÍsland 0

LeikvangurVOLGOGRAD ARENA, VOLGOGRAD

Dagsetningföstudagur 22. júní

Tími15:00

ÍslandÍsland 1

KróatíaKróatía 2

LeikvangurROSTOV ARENA, ROSTOV

Dagsetningþriðjudagur 26. júní

Tími18:00